eGátt
eGátt NotendahandbókNotkunarleiðbeiningar fyrir eGátt. eGátt er hugbúnaðarlausn sem gerir læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki kleift að sækja upplýsingar um skjólstæðinga sína úr sameiginlegum kerfum og heilbrigðisgagnagrunnum á Íslandi.
Notkunarleiðbeiningar fyrir eGátt. eGátt er hugbúnaðarlausn sem gerir læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki kleift að sækja upplýsingar um skjólstæðinga sína úr sameiginlegum kerfum og heilbrigðisgagnagrunnum á Íslandi.
eGátt er samþætt við PMO. Auðkenning þín er sótt frá PMO þ.a. þú þarft ekki að skrá þig inn aftur í eGátt þegar PMO er opið
Byrjaðu á að opna PMO og skrá þig inn, ef þú hefur ekki þegar gert það.
Eftir að þú hefur opnað PMO getur þú opnað eGátt með því að opna táknmyndina fyrir eGátt.
Þá opnast eGátt.
eGátt hefur núna sótt auðkenningu þína úr PMO og notað hana til að skrá þig inn í eGátt.
eGátt er samþætt við PMO, þ.a. sá sjúklingur sem er opinn í PMO opnast alltaf sjálvirkt í eGátt.
Mjög einfalt er að útbúa reikning í eGátt.
Ef sjúklingur er yngri en 18 ára og er með tilvísun greiða Sjúkratryggingar Íslands fyrir komuna að fullu. Til þess þarf að skrá tilvísun á reikninginn. Tilvísunin er send sem hluti af rafrænum reikningi til SÍ.
Einfalt er að gefa afslátt til sjúklings í eGátt.
Ef gera þarf reikning aftur í tíman þá er það hægt. Bæði er hægt að breyta komudegi sjúklings sem og útgáfudegi reiknings. Mikilvægt er að komudagur sjúklings sér réttur því þær upplýsingar eru sendar til SÍ og notaðar til reikna réttindastöðu sjúklings.
Ríkisborgarar af evrópska efnahafssvæðinu sem geta framvísað skilríkjum þess efnis eiga rétt á sömu greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands fyrir heilbrigðisþjónustu og Íslendingar.
Ef útgefinn reikningur er vitlaus, þá þarf að bakfæra hann og gera nýjan.
Hægt er að velja þá gjaldliði sem þú notar mest þannig að þeir birtist alltaf efst í gjaldliðalistanum.
Í sumum tilfellum s.s. aðgerðum þar sem er bæði aðgerðalæknir og svæfingalæknir koma að, þarf að skrá fleiri en einn þáttakanda á reikning. Þetta tryggir að útgefnir reikningar séu í samræmi við reglugerð um að greiðsluþátta SÍ skuli reiknast líkt og um komu til eins læknis væri að ræða, þótt tveir aðskildir reikningar séu gefnir út.
Í eGátt er hægt að skrá gjaldliði sem falla utan greiðsluþáttökukerfis SÍ inná reikning. Sjúklingur greiðir þá fullt verð fyrir. Ath. þarf að SÍ óskar eftir að þessir gjaldliðir séu ekki sendir til sín og því eru þeir undanskildir í rafrænum sendingum. SÍ óskar eftir að gjaldliðir utan SÍ séu ekki settir saman með sjúkratryggðum gjaldliðum.
Hægt er að skrá efnisgjöld á reikninga fyrir aðgerðum. Aðeins þarf að skrá flokka efnisgjaldanna. eGátt finnur síðan út rétta gjaldlíði á móti gjaldlið aðgerðarinnar.
Með því að virkja Komugjöld í eGátt kemur komugjald sjálfvirkt inná alla reikninga sem gefnir eru út í kerfinu. Komugjöld og aðrir gjaldliður utan gjaldskrár Sjúkratrygginga Íslands munu jafnframt vera undanskildar í rafrænum sendingum til SÍ jafnvel þótt gjaldliðirnir birtist saman með SÍ gjaldliðum á reikning.
Smellið á vista.
Komugjaldið sem valið var mun nú skrást með sjálfvirkum hætti á alla reikninga sem gefnir eru út. Allir gjaldliðir utan gjaldskrár SÍ munu einnig vera undanskildar í rafrænum sendingum til SÍ jafnvel þótt gjaldliðirnir birtist saman með SÍ gjaldliðum á reikning.
Hægt er að ávísa lyfjum rafrænt í eGátt.
Hægt er að ávísa undanþágulyfjum rafrænt í eGátt
Lyfjalistinn sýnir allar lyfjaávísanir úr eGátt og úr PMO s.l. 30 daga ásamt stöðu hverrar lyfjaávísunar.
Í eGátt er hægt að ávísa fjölnota lyfseðlum.
Hægt er að finna öll samheitalyf fyrir tilteknu lyfi þegar verið er að ávísa lyfseðli
Hægt er að fletta lyfi beint upp hjá lyfjastofnun, skoða fylgiseðla oflr. í eGátt.
Hægt er að senda rafræna lyfseðla bæði í lyfjagáttina sem og beint í apótek. Ef lyfseðill er sendur í lyfjagáttina þá getur sjúklingur leyst lyfið út í hvaða apóteki sem er. Ef lyfið er sent beint á apótek þá er aðeins hægt að leysa lyfið út í því apóteki.
Skv. lögum gilda lyfjaávísanir að hámarki í 1 ár. Hægt er að láta lyfjaávísun gilda skemur en 1 ár auk þess sem hægt er að velja dagsetningu í framtíðinni sem lyfjaávísun getur tekið gildi.
Hægt er að ávísa lyfi með afgreiðslu í skammtaöskju
Hægt er að láta senda lyf heim til sjúklings.