Reikningar á aðeins 10 sekúndum
Sjá meira

Það hefur aldrei verið auðveldara að útbúa reikninga

Þú velur einfaldlega þá gjaldliði sem þú ætlar að rukka fyrir og eGátt sér um allt annað

Með reikningsgerðinni í eGátt vildum við hanna lausn sem nýtir til hins ítrasta nútímahugbúnaðartækni til að spara bæði tíma og fyrirhöfn. Lagaumhverfið á Íslandi auk samninga við Sjúkratryggingar Íslands setja gífurlegar kvaðir á rekstraraðila í heilbrigðisþjónustu við útgáfu reikninga og umsýslu þeirra. eGátt kemur til móts við þessar þarfir. Straumlínulagað viðmót með rauntímagagnabirtingu gerir mögulegt að afreiða reikning á aðeins 10 sekúndum með einungis 3 músarsmellum.


Fjöldi aðila treystir á eGátt fyrir reikningsgerðinni

eGátt er víða notuð í heilbrigðiskerfinu og umfangsmikil reynsla er komin á notkun hennar.

Notendur

Útgefnir reikningar

kr.

Tekjur notenda


Sjálfvirk samskipti Sjúkratrygginga Íslands

eGátt sér um öll samskipti fyrir þig

eGátt skilar öllum reikningum rafrænt til Sjúkratrygginga Íslands með sjálfvirkum hætti. Með eGátt þarft þú aldrei framar að koma nálægt XML skjölum eða daglegum innskráningum í gagnagátt SÍ. eGátt flettir einnig sjálfvirkt upp réttindastöðu sjúklinga úr gagnagrunni SÍ í rauntíma þannig að þú ert alltaf með réttar upplýsingar


Segðu skilið við pappírinn

Reikningar í eGátt eru 100% pappírslausir

Allir reikningar í eGátt eru vistaðir rafrænt í kerfinu ásamt rafrænni undirritun sjúklings. Sjúklingur fær afrit af reikningi senda í tölvupósti. Þú sparar prentkostnað og losnar við að þurfa að varðveita stafla af pappírsreikningum.

Beintenging við Sjúkratryggingar Íslands

Með eGátt verða öll samskipti við SÍ sjálfvirk

Nú getur þú hætt að eyða dýrmætum tíma í að spá í sjúkratryggingakerfið og einbeitt þér að því sem skiptir máli


Rauntímatenging við Sjúkratryggingar Íslands

eGátt er beintengd við vefþjónustu Sjúkratrygginga Íslands. Um leið og þú velur gjaldlið er greiðslustaða sjúklings sótt frá Sjúkratryggingum Íslands í rauntíma. Þannig ert þú alltaf með nýjustu upplýsingar um tryggingastöðu sjúklings þegar reikningur er gefinn út.


Sjálfvirkur útreikningur á öllum upphæðum

Upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands eru notaðar til að reikna sjálfvirkt út allar upphæðir reiknings í rauntíma. Þú þarft ekkert að spá í tryggingastöðu, greiðsluþáttöku SÍ, greiðsluþak, fjölda eininga, einingaverð eða annað. eGátt flettir öllu upp fyrir þig og framkvæmir viðeigandi útreikninga.


Sjálfvirk skil reikninga til Sjúkratrygginga

eGátt skilar öll reikningum til Sjúkratrygginga Íslands með sjálfvirkum hætti. Þú þarft aldrei að muna eftir því að skila reikningum til SÍ í lok dags eða að vinna með XML skjöl.

eGátt er meira en bara reikningskerfi

Smellti hér til að sjá meira um eGátt

Frekari upplýsingar