Aðgangur að öllum mikilvægum upplýsingum um sjúklingana þína á einum stað
eGátt er hugbúnaðarlausn sem gerir læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki kleift að sækja upplýsingar um skjólstæðinga sína úr sameiginlegum kerfum og heilbrigðisgagnagrunnum á Íslandi.
Frekari upplýsingarNotaðu eGátt í snjallsímanum og í tölvunni
eGáttin inniheldur fullbúið reikningskerfi sem beintengist við greiðsluþáttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Upplýsingar um trygginastöðu sjúklinga, greiðslustöðu og gjöld eru sótt í rauntíma og allar upphæðir reiknaðar sjálfvirkt. Reikningum er skilað sjálfvirkt til SÍ með rafrænum hætti.
Sjá meira
eGátt tengist við sjúkraskrár annarra stofnana á landsvísu og gerir þér kleift að skoða sjúkraskrár sjúklinga óháð því hvaða kerfi þær koma úr. Með rauntímadeildingu sjúkraskrá sérðu meðal annars gögn frá Landspítalanum, Heilsugæslunni og Domus Medica. eGátt deilir jafnframt sjúkraskránni þinni til annarra þ.a. aðrar stofnanir geta lesið sjúkrarkár á þinni stofnun í rauntíma.
Flettu upp upplýsingum um þær lyfja ávísanir sem skráðar eru í lyfjagagnagrunn landlæknis á fljótlegan og öruggan máta. Lyfjagagnagrunnur landlæknis inniheldur allar rafrænar lyfjaávísanir.
eGátt talar við lyfseðlagáttina í Heklu. Sendu rafræna lyfjaávísun hvort sem er beint í apótekið eða í lyfjagáttina.
eGátt talar við PMO sjúkraskrárkerfið
Með eGátt og PMO getur þú með einum músarsmelli flett upp sjúkling. eGátt sækir þann sjúkling sem er opinn í PMO og leyfir þér að sjá upplýsingar um hann. eGátt notar einnig innskráninguna í PMO til að auðkenna þig. Þú þarft því ekki að skrá þig inn í mörg kerfi eða afrita og slá inn kennitölur mörgum sinnum.
Þegar þú hefur skráð þig inn í PMO þarftu ekki að skrá þig aftur inn í eGátt. eGátt talar við PMO sjúkraskrárkerfið og sækir auðkenninguna sjálfvirkt. Þú þarft heldur ekki að skrá þig inn í þau einstöku kerfi sem eGáttin talar við s.s. lyfjagrunn landlæknis eða gagnagátt Sjúkratrygginga Íslands. eGátt auðkennir þig við öll kerfin sjálfvirkt.
Með einum músarsmelli getur þú flett upp þeim sjúkling sem þú ert þegar með opinn í PMO. Engin þörf er á að slá inn kennitölur eða afrita upplýsingar milli glugga.
eGátt er sjálfstæð lausn
Hægt er að nota eGátt sem sjálfstæða lausn, alveg óháð PMO sjúkraskrárkerfinu
eGátt er 100% sjálfstæða lausn. Þú þarft ekki að vera með PMO opið eða einu sinni uppsett á tölvunni til að geta notað eGátt. eGátt má samþætta við önnur kerfi